Vorið nálgast

IMG_4359-1-2

Eftir óvenjusnjóþungan vetur fer nú loksins að glitta í sumarið. Margir hafa verið duglegir að spila í vetur enda auðvelt að spila frisbígolf í snjó og kulda. Sumstaðar hefur snjóþunginn verið svo mikill að körfurnar hafa farið á kaf í skafla en sem betur fer er það undantekning.

Margir spilarar æfa púttin innanhúss á veturnar en það er auðvitað frábær leið til að halda sér við og jafnvel bæta pútttæknina. Til eru margar gerðir af ferðakörfum sem auðvelt er að setja upp hvar sem er. Gott er að hafa í huga að stuttu púttin eru í raun þau mikilvægustu því þau eiga auðvitað alltaf að heppnast. Það er því mjög gott að leggja áherslu á pútt sem eru innan við 7 metrar og reyna að ná góðum tökum á þeim.