Vetrarfolf

Einn af kostum við okkar frábæra sport er möguleiki á heilsársiðkun. Þó að auðveldast sé að stunda frisbígolf að sumarlagi þá er líka mjög skemmtilegt að spila við vetraraðstæður. Passa þarf vel að nota litríka diska sem auðvelt er að finna og auðvitað fatnað við hæfi. Nú þegar veturinn er kominn af krafti hvetjum við alla til að prófa en fylgjast vel með hvar diskarnir lenda til þess að auðvelda leitina.