Frábært ár að baki

Nú er að líða eitt besta árið í sögu frisbígolfsins, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Algjör sprenging hefur orðið í sportinu hér heima, völlunum fjölgar ár frá ári og nýjir spilarar bætast í þetta frábæra sport. Það lítur út fyrir að í jólapökkum þessi jólin hafi verið mörg loforð um nýja velli á næsta ári og það er því spennandi ár framundan.