Flott barna- og unglingastarf í Eyjafirði

Þessi hressi hópur hefur stundað vikulegar æfingar innanhúss í vetur að Hrafnagili í Eyjafirði. Nú eru æfingarnar að færast út enda veðrið farið að leyfa það. Tveir hópar hafa verið að æfa í vetur með Umf. Samherja og náðum við að grípa seinni hópinn á æfingu en þeir voru einmitt að prófa nýja vallarhönnun en í vor kemur þarna 9 brauta völlur sem verður þá 32. völlurinn á landinu. Flott framtak og til fyrirmyndar.