Aðalfundur ÍFS 2017

Þann 30. mars sl. var haldinn aðalfundur ÍFS og var hann vel sóttur. Farið var í gegnum verkefni síðasta árs sem var það besta í sögu frisbígolfsins frá upphafi. Aldrei hafa fleiri stundað sportið og vellirnir eru orðnir 30. Á síðasta ári voru haldin rúmlega 60 folfmót sem er líka met. Kynnt var áframhaldandi uppbygging á sportinu fyrir þetta ár en gert er ráð fyrir að amk. 8 nýjir vellir komi upp í sumar. Einnig var kynnt mótaskrá fyrir árið en sérstök kvennamótaröð verður prófuð í sumar og er það von okkar að það auki þátttöku kvenna. Ný stjórn var kosin en þar kom Halldór Þór inn fyrir Kristinn Arnar sem gaf ekki kost á sér áfram. Stjórnina skipa Birgir Ómarsson, Berglind Ásgeirsdóttir, Jón Símon Gíslason, Árni Sigurjónsson og Halldór Þór Helgason