Vetrardagskráin að hefjast

Nú þegar frábæru folfsumri er að ljúka þá tekur við skemmtilegur tími því eins og allir vita er leikur einn að spila frisbígolf allt árið. Sérstaklega á þetta við um velli með heilsársteigum og hvetjum við alla sem búa við velli sem ekki hafa þannig teiga að hafa samband við sitt sveitarfélag og óska eftir því að það sé gert.

Frisbígolffélögin eru með mikla dagskrá allan veturinn, bæði með innanhúsæfingum en einnig mótum. Kynnið ykkur endilega dagskránna og takið þátt.