Gullmótaröð Íslandsbikarsins 2022

Um síðustu helgi lauk Gullmótaröðinni með Þorramóti FGR sem haldið var á Gufunes- og Grafarholtsvelli en mótið var fimmta og síðasta mótið í mótaröðinni. Veðrið lék við keppendur og mikil spenna var í flestum flokkum. Sigurvegarar í heildarkeppninni eru eftirfarandi en þrjú af fimm bestu mótunum gilda til stiga.

Opinn meistaraflokkur – MPO – Ellert Georgsson
Meistaraflokkur kvenna – FPO – Kolbrún Mist Pálsdóttir
Stórmeistaraflokkur 40+ – MP40 – Runólfur Helgi Jónasson
Stórmeistaraflokkur 50+ – MP50 – Haukur Dýrfjörð
Almennur flokkur 1 – MA1 – Friðfinnur Tjörvi Ingólfsson
Almennur flokkur kvenna 1 – FA1 – Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri – MJ18 – Trausti Freyr Sigurðsson