Fallegt haustflug

Haustin eru alltaf fallegur tími á frisbígolfvöllunum, sérstaklega þeim sem eru komnir með heilsársteiga. Frisbígolf er heilsársíþrótt ólíkt mörgum öðrum sumarafþreyingum og í raun það eina sem breytist er aukinn klæðnaður. Nú eru allir vellir þaktir laufblöðum og barrnálum og því um að gera að drífa sig hring með vinunum og halda þannig við þeirri færni sem náðist í sumar. Nú eru komnir yfir 90 vellir um allt land og þeir nýjustu voru að opna í Borgarnesi og á Kjalarnesi..