Silfurmótaröð Íslandsbikarsins

Í dag var haldið fimmta og síðasta Silfurmót Íslandsbikarsins en þetta er fyrsta árið sem Íslandsbikarnum er skipt í tvær mótaraðir, Silfur og Gull. Tilgangurinn er sá að bjóða léttari mót fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í mótum eða hafa ekki tök á því að keppa í Gullmótaröðinni. Þannig eru mótin á léttari völlum eða teigum, eru 1-2 dagar í stað 2-3 og leiknar eru lágmark 18 brautir í stað 36 á Gullmótunum.

Mótin í sumar voru haldin á vellinum í Njarðvíkurskógum, Úlfljótsvatni, Selfossvelli, Háskólavellinum á Akureyri og endaði síðan á Grafarholtsvelli þar sem spilað var af hvítum og bláum teigum. Stjórn ÍFS er mjög ánægð með hvernig til tókst í sumar en tæplega 80 keppendur tóku þátt í mótaröðinni og flestir á fleiri en einu móti en þrjú af fimm bestu mótunum giltu til stiga í Íslandsbikarnum. Við þökkum öllum keppendum fyrir skemmtilegt sumar.

Úrslitin urðu sem hér segir:
Almennur flokkur 2 (MA2) – Anton Erlingsson – 290 stig
Almennur flokkur 3 (MA3) – Atli Baldursson – 300 stig
Almennur flokkur 40 ára og eldri (MA40) – Guðmundur Sævarsson – 290 stig
Almennur flokkur kvenna 2 (FA2) – Ellý Alexandra Chenery – 300 stig
Ungmennaflokkur 15 ára og yngri (MJ15) – Kristófer Breki Daníelsson – 300 stig
Barnaflokkur 12 ára og yngri (MJ12) – Eyvindur Páll Ólafsson – 300 stig