Sumarið er tíminn!

Það hefur verið gaman að sjá lífið sem nú er á öllum frisbígolfvöllum landsins en aðsóknin hefur aldrei verið meiri enda má segja að nú sé besti tími ársins til að spila folf. Í sumar bætast 12 nýjir vellir við þá sem fyrir eru og er óhætt að segja að nýju vellirnir hafi fengið góðar viðtökur. Auk þess var völlurinn í Grafarholti endurbættur með nýjum teigum á öllum brautum og völlurinn á Hömrum Akureyri var stækkaður í 18 brautir.
Við hvetjum alla til þess að nota tækifærið, drífa sig út á völl með diskana og taka vini eða ættingja með. Það verða allir að fá að prófa frisbígolf.