15 nýútskrifaðir frisbígolfkennarar

Nú í júlí stigum við stórt skref í sögu frisbígolfsins á Íslandi þegar Íslenska frisbígolfsambandið (ÍFS) útskrifaði 15 frisbígolfkennara en þeir sóttu allir alþjóðlegt námskeið í byrjun maí sem haldið var hér á landi.
Þessir aðilar eru nú viðurkenndir ÍFS frisbígolfkennarar og geta því tekið að sér námskeið og kennslu bæði fyrir einstaklinga og hópa. Við vonum að þetta auki áhuga og gæði á íþróttinni og hjálpi spilurum að verða enn betri í þessari frábæru íþrótt.

Þeir sem hafa áhuga á kennslu geta sent skilaboð hér á FB síðunni eða á netfangið folf@folf.is