Blær Örn vinnur British Open

Nú um helgina gerði einn okkar efnilegasti folfari, Blær Örn Ásgeirsson, sér lítið fyrir og sigraði stórt alþjóðlegt frisbígolfmót í Bretlandi, British Open 2018. Þetta er mikið afrek hjá Blæ en hann hefur verið einn af okkar bestu frisbígolfurum undanfarin misseri þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gamall og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
Það sem vekur sérstaka athygli er að Blær Örn hefur keppt undanfarið í opnum flokki sem er erfiðasti keppnisflokkurinn en þar er hann að keppa við bestu spilarana á mótinu en vegna aldurs getur hann valið að keppa í léttari flokkum. Alls kepptu yfir 90 manns á mótinu og meðal keppenda voru alls 9 íslendingar sem kepptu í nokkrum flokkum.
Íslendingar stóðu sig almennt mjög vel á mótinu og má t.d. nefna að í opnum flokki keppti Mikael Máni Freysson sem endaði í 4. sæti sem auðvitað er frábær árangur. Í almennum flokki (Advanced) sigraði Snorri Guðröðarson og í Intermediate flokki sigraði Arnþór Finnsson.
Við sendum þeim auðvitað öllum hamingjuóskir.
Hér er linkur á úrslit mótsins. https://www.pdga.com/tour/event/36239