Hvar eru frisbígolfvellir?

Nú þegar fjöldi frisbígolfvalla hér á landi hefur aldrei verið meiri (rúmlega 50) fáum við margar fyrirspurnir um hvar hægt sé að finna yfirlit yfir þá alla. Á þessari vefsíðu er ítarlegt yfirlit yfir alla vellina. Annarsvegar undir flipanum “Vellir” þar sem allir vellir eru í stafrófsröð með mynd og korti af hverjum velli og hinsvegar á forsíðunni þar sem búið er að setja þá undir Google Maps kort sem hægt er að smella á.