Barnanámskeiðin slá í gegn

Nú í sumar hefur orðið mikil aukning í barna- og unglingastarfi í frisbígolfinu en í fyrsta sinn erum við að bjóða upp á sérstök námskeið fyrir þessa aldurshópa. Þannig hafa fjölmargir krakkar fengið tækifæri í sumar á að læra réttu handtökin af sérmenntuðum frisbígolfkennurum og öruggt að við munum sjá meira til þeirra í framtíðinni.
Hér er hress hópur Þróttara sem var á námskeiði í vikunni og okkur sýnist áhuginn skína úr hverju andliti.