Glæsilegasta Íslandsmótið!

Næstu helgi verður Íslandsmótið í frisbígolfi haldið en þetta verður eitt glæsilegasta Íslandsmótið til þessa. Fimm Íslandsmeistarar verða krýndir en spilað verður á 3 völlum á laugardag og sunnudag. Mikil spenna er um úrslitin enda margir sem geta blandað sér í toppbaráttuna. Skráningu lýkur á fimmtudaginn og við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt með því að senda skráningu á folf@folf.is.
Á föstudeginum verður haldið Íslandsmótið í Texas Scramble en þá keppa tveir í liði og betra kastið gildir. Allir geta tekið þátt í þessu móti en við bjóðum í fyrsta sinn upp á paraflokk þar sem kona og karl geta skráð sig saman í liði.