Fimm nýjir íslandsmeistarar!

Helgina 7.-9. september fór fram Íslandsmótið í frisbígolfi en þetta er í 14. skiptið sem mótið er haldið. Þetta ár var boðið upp á 8 keppnisflokka og keppt um Íslandsmeistaratitil í 5 þeirra. Mótið heppnaðist mjög vel enda lék veðrið við okkur alla helgina. Keppt var á þremur völlum, Gufunesi, Grafarholti og Vífilsstöðum og var því mikil fjölbreyttni fyrir spilara. Æsispennandi keppni var í opnum meistaraflokki og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta kastinu þegar Mikael Máni Freysson setti niður sitt síðasta pútt en aðeins einu kasti munaði á honum og Blæ Erni Ásgeirssyni sem varð í öðru sæti.

Meistaraflokkur: Mikael Máni Freysson
Meistaraflokkur kvenna: Kolbrún Mist Pálsdóttir
Stórmeistaraflokkur 40+: Haukur Arnar Árnason
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri: Andri Fannar Torfason
Barnaflokkur 12 ára og yngri: Kormákur Flóki Klose

Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju, nánari úrslit má finna hér: