Stærsta frisbígolfmótið hingað til

Um helgina var haldið Sólstöðumót FGR en mótið er eitt af fimm mótum Íslandsbikarsmótaraðarinnar en alls tóku 119 keppendur þátt í mótinu sem er mesta þátttaka á frisbígolfmóti hér á landi til þessa. Mótið fór fram á Gufunesvelli og stóð yfir í þrjá daga en spilaðar eru 18 brautir á dag. Keppt var í 11 flokkum og alls voru ræstir út 32 hópar hvern dag.

Þátttaka á mótum í sumar hefur slegið öll met en fyrir utan þessi 5 stórmót eru haldin minni mót í hverri viku s.s. Aukakastið á mánudögum, Þriðjudagsdeildin bæði í Reykjavík og á Akureyri, Fimmtudagsdeildin fyrir óvant keppnisfólk, Kvennamótaröðin auk annara minni móta og hittinga.