Spilaðu folf í sumar

Með mikilli fjölgun frisbígolfvalla um allt land mælum við auðvitað með að diskarnir séu með í för í sumarfríinu. Yfir 70 vellir eru um allt land og upplagt fyrir fjölskylduna að stoppa og taka hring á öllum völlum sem verða á leið ykkar í sumar. Allsstaðar er frítt að spila og auðvelt að rata en hægt er að finna alla þessa velli hér á síðunni undir “vellir” en einnig er hægt að sækja skortkort í gegnum appið Udisc. Góða skemmtun.