Aðalfundur ÍFS

Aðalfundur Íslenska frisbígolfsambandsins var haldinn 8. júlí og fór fundurinn fram bæði hefðbundinn en einnig sem fjarfundur. Stjórnarbreytingar urðu þannig að Bjarni Þór Gíslason gaf ekki kost á sér áfram en í hans stað var kosin Svandís Halldórsdóttir. Fram kom að síðasta ár var mikill uppgangur í frisbígolfi hér á landi, metfjöldi valla og skv.
Gallup könnun sem gerð var spiluðu um 45.000 manns íþróttinu á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. 10 nýir vellir koma upp á þessu ári og í lok sumars verða þeir því orðnir 80 talsins.

Ný stjórn ÍFS er því þannig skipuð:
Birgir Ómarsson formaður
Berglind Ásgeirsdóttir gjaldkeri
Gunnar Einarsson
Runólfur Helgi Jónasson
Svandís Halldórsdóttir