Evrópumótið 2021

Öflugur hópur íslenskra frisbígolfara er nú á leið á Evrópumótið í frisbígolfi (European Discgolf Championchip 2021) en mótið hefst þann 11. ágúst og er haldið í Tékklandi að þessu sinni. Halda átti mótið í fyrra en því var frestað um eitt ár vegna Covid ástandsins. Þátttakendur héldu sætum sínum frá því í fyrra en úrslit Íslandsmóts ræður mestu um val á keppendum.

Hópurinn sem fer til Tékklands er þannig skipaður:

Opinn flokkur – MPO
Blær Örn Ásgeirsson, Mikael Máni Freysson, Snorri Guðröðarson

Meistaraflokkur kvenna – MPO
Kolbrún Mist Pálsdóttir, Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir

Stórmeistaraflokkur kvenna 40+ – FP40
Guðbjörg Ragnarsdóttir

Stórmeistararflokkur 50+ – MP50
Birgir Ómarsson
Haukur Arnar Árnason

Ungmennaflokkur 18 og yngri – MJ18
Rafael Rökkvi Freysson

Auk þess má nefna að hún Katerina Zbytovska sem margir þekkja úr Frisbígolfbúðinni mun keppa fyrir Tékkland og ferðast því með hópnum út auk þess sem Freyr Ævarsson faðir Rafaels Rökkva (og Mikaels Mána) fer einnig með og verður Rafael til aðstoðar (caddy) á mótinu. Við óskum hópnum auðvitað góðs gengis.

Hægt verður að fylgjast með mótinu á vefsíðu mótsins: https://edgc2021.com