Glæsilegt Íslandsmót

Um helgina fór fram Íslandsmótið í frisbígolfi en mótið var það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi hingað til og rúsínan í pylsuenda þessa frábæra folfsumars sem nú er að líða. Alls skráðu 144 keppendur sig til þátttöku og biðlisti var orðinn langur þegar honum var lokað. Keppt var á Gufunesvelli í alls 11 flokkum og var mikil spenna í þeim flestum fram á síðustu brautir. Í opnum meistaraflokki náði Blær Örn Ásgeirsson að verja titilinn en nýr meistari var krýndur í Meistaraflokki kvenna þegar María Eldey Kristínardóttir tryggði sér sigur eftir bráðabana.

Íslandsmeistarar 2021 í öllum flokkum

Opinn Meistaraflokkur (MPO): Blær Örn Ásgeirsson
Meistaraflokkur kvenna (FPO): María Eldey Kristínardóttir
Stórmeistaraflokkur 40+ (MP40): Árni Sigurjónsson
Stórmeistaraflokkur 50+ (MP50): Birgir Ómarsson
Almennur flokkur 1 (MA1): Kristinn Þorri Þrastarson
Almennur flokkur kvenna 1 (FA1): Margrét Traustadóttir
Almennur flokkur 2 (MA2): Haukur Arnarson
Almennur flokkur kvenna 2 (FA2): Harpa María Reynisdóttir
Almennur flokkur 3 (MA3): Ægir Tómasson
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri (MJ18): Andri Fannar Torfason
Barnaflokkur 12 ára og yngri (MJ12): Ares Áki Guðbjartsson

ÍFS óskar öllum sigurvegurum til hamingju!