Blönduós kominn á kortið

Í gær fór fram formleg opnun á nýjum fribígolfvelli sem staðsettur er í skemmtilegum garði fyrir neðan Húnabraut (fyrir neðan sundlaugina). Það voru þau Kristín Lárusdóttir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar og Birgir Ómarsson formaður ÍFS sem vígðu völlinn. Í framhaldi af vígslunni var haldið námskeið á vegum Frisbígolfþjónustu Akureyrar þar sem réttu handtökin voru kennd en greinilegt er að mikill áhugi er á þessum nýja velli. Við hvetjum auðvitað alla til að prófa.