Mikil uppbygging

Það er óhætt að segja að frisbígolfið hefur aldrei verið vinsælla hér á landi en einmitt núna enda margir landsmenn sem hafa uppgötvað þessu frábæru íþrótt á síðustu mánuðum og árum. Margir augljósir kostir eru við þessa frábæru íþrótt og holl hreyfing með góðum vinum er aðeins hluti þeirrar ástæðu að folfið er orðið jafnvinsælt er raun ber vitni.

Það er mikið í gangi um þessar mundir og margt spennandi framundan.

  • 70 folfvellir eru um allt land
  • 10 nýjir vellir verða byggðir á þessu ári
  • Yfir 100 mót eru skipulögð árið 2021
  • Víða er verið að uppfæra velli með heilsársteigum
  • Grafarholtið stækkar í 18 brautir í sumar
  • Barnanámskeið verða í boði í sumar
  • Sérstök kvennamótaröð verður í boði í sumar
  • 12 viðurkenndir frisbígolfkennarar eru til taks
  • Búið er að stofna 7 frisbígolffélög sem standa fyrir námskeiðum og mótum

Það er því mikil uppbygging í gangi um allt land og því óhætt að fullyrða að þetta sumar verður örugglega það skemmtilegast í frisbígolfinu hingað til.