Skemmtileg heimsókn

deep

Nú eru þeir Avery Jenkins og Simon Lizotte flognir til Bandaríkjanna því undirbúningur að heimsmeistaramótinu er hafinn en það hefst eftir 10 daga. Þeir héldu hér þrjú námskeið sem voru vel sótt af okkar fólki auk þess sem þeir fóru í nokkur fjölmiðlaviðtöl. Það var gaman fyrir okkur að sjá mörg glæsileg tilþrif m.a. yfir 200 metra drive á Klambra, örugg 20 metra pútt, nokkrir ásar,150 metra dræv með pútter og tvisturinn hjá Avery á 8. í Gufunesi. Vonandi koma þeir aftur fljótlega.