Heims- og Evrópumeistarar í heimsókn

IMG_7123

Þessa dagana eru staddir hér á landi þeir Avery Jenkins fyrrum heimsmeistari og Simon Lizotte núverandi Evrópumeistari í frisbígolfi. Þeir eru hér á landi í boði Íslenska frisbígolfsambandsins og halda námskeið 23. og 24. júlí. Mikil ánægja var eftir fyrstu tvö námskeiðin en þar fóru þeir í pútt tækni og stutt spil en einnig langskot (drive) þar sem sýnd var tækni til þess að bæta við lengd kasta. Hópurinn fékk að sjá Simon kasta driver um 200 metra og pútter hátt í 150 metra við mikla hrifningu áhorfenda.

Enn er hægt að skrá sig á síðasta námskeið sem verður haldið kl. 19 á fimmtudaginn á Klambratúni (skráning á staðnum).