Síðustu mót sumarsins

hopmynd

Núna er nýlokið formlegri mótaröð ÍFS en í september var haldið Íslandsmót, síðasta mánaðarmótið og hið árlega Úlla ljóta mót sem var haldið við frábærar aðstæður á vellinum á Úlfljótsvatni. Á sama tíma var haldin lengdarkeppni en sigurvegari hennar varð Ari Jónsson sem kastaði lengst allra eða 112 metra og pútttkeppni þar sem púttmeistari ársins varð Pálmi Pétursson.