Rigning – endalaus rigning

pollar

Það hefur ekki farið fram hjá neinum folfara hér á suðvesturhorninu að það hefur rignt töluvert undanfarnar vikur og eru nú öll tún og útisvæði orðin gegnsósa af allri þessari bleytu. Við vonum að það fari fljótlega að stytta upp eða frysta þannig að hægt sé að ganga um vellina okkar þurrum fótum.

Á sama tima er auðvitað dagurinn að styttast og þá er vert að benda á sniðuga lausn sem hann Haukur í Frisbígolfbúðinni er að selja sem eru lítil ljós sem fest eru neðan á diska en auðvelt er að sjá og finna diskinn með þannig ljósi. Verðin á þessum ljósum hefur lækkað frá því í fyrra.