Folf fundur

kaffifundur

Í kvöld kl. 20 ætlar stjórn ÍFS að halda fund til þess að ræða málefni frisbígolfsins og áherslur næsta árs. Á þessu ári hefur völlunum fjölgað úr 7 í 19 og mikill fjöldi spilara kynnst sportinu. Hverjar eiga áherslunar að vera núna, hvernig viljum við hafa mótamálin, eigum við að leggja áherslu á fleiri velli osfrv.

Fundurinn verður haldinn í hlöðunni í Gufunesi og hvetjum við auðvitað alla áhugasama til þess að mæta og ræða þessi áhugaverðu mál.