Vel heppnað Íslandsmót

meistarar

Helgina 5.-7. september var Íslandsmótið í frisbígolfi haldið en met var slegið í þátttökufjölda. Á föstudeginum var Íslandsmótið í Texas scramble og kepptu 37 lið með 74 þátttakendum. A- og B- flokkar kepptu á laugardeginum með 26 keppendum og á sunnudeginum var keppt í Kvenna-, barna- og C-flokki með 33 keppendum.

Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki urðu þau Þorvaldur Þórarinsson og Guðbjörg Ragnarsdóttir. Öll úrslitin má sjá hér.