Paul McBeth heimsmeistari í þriðja sinn

paul

Á heimsmeistaramótinu í frisbígolfi sem var haldið um miðjan ágúst í Portland, Oregon varði tvöfaldur heimsmeistari tiltilinn og vann í þriðja sinn í röð. Aðeins Ken Climo hefur unnið oftar eða samtals 12 sinnum (þarf af 9 sinnum í röð). Keppnin í ár var æsispennandi og þurfti bráðabana til að fá úrslit. Allt var jafnt þar til á 5. braut þegar keppinautur hans Richard Wisocki kastaði í tré og tapaði þar einu kasti á Paul sem dugði til. Nathan Doss varð þriðji og Paul Ulibarri fjórði en þeir eru allir Bandaríkjamenn. Ken Climo sigraði í mastersflokki og í kvennaflokki sigraði Catrina Allen. Met fjöldi fylgdist með mótinu og sýnt var beint frá henni í sjónvarpi. Þess má geta að íslandsvinirnir stóðu sig vel, Simon Lizotte hafnaði í 13. sæti og Avery Jenkins í því 23.