Ágúst mánaðarmót

gufu

Fimmtudaginn 21. ágúst verður haldið mót á vellinum í Gufunesi en þessi mót eru alltaf haldin þriðja fimmtudag í hverjum mánuði yfir sumartímann. Mótið hefst kl. 19 og mæting kl. 18.30. Keppt verður í öllum flokkum þ.e. A- og B-flokkar sem spilaðir eru af bláum teigum, C- flokkur (byrjenda), kvenna og barnaflokkur eru spilaðir af rauðum teigum. Gufunesvöllurinn er í mjög góðu standi þessa dagana en nýbúið er að slá allar brautir. Við hvetjum alla til að taka þátt.