16 frisbígolfvellir

 

íslandskort2014c16

Nú um miðjan ágúst geta íslenskir frisbígolfspilarar valið úr 16 folfvöllum til að spila á hér á landi. Síðustu daga og vikur hafa nýjustu vellirnir verið að rísa og nýjustu vellirnir í Reykjavík sem eru í Fossvogsdal, Laugardal og Breiðholti (efst í Elliðaárdal) hafa strax hlotið feiknagóðar viðtökur og fjöldi fólks farnir að spila á völlunum nú þegar. Nýju vellirnir eru góð viðbót við Klambratúnsvöllinn sem er orðinn mjög þétt setinn á góðviðrisdögum. Þessu til viðbótar er áætlað að vellirnir á Húsavík og Bifröst opni á næstunni.

Með tilkomu allra þessara valla hefur fjölbreyttnin aukist gríðarlega og nú má segja að hver spilari geti fundið völl við sinn smekk. Við höfum reynt að hanna vellina þannig að þeir séu ólíkir og hafi hver sinn stíl. Kort af völlunum er hér á síðunni undir flipanum “vellir”.

Á nýju völlunum eru alltaf fleiri en einn teigur á hverri braut, léttari fyrir byrjendur en þyngri fyrir hina. Bjóðið endilega vinum, vinnufélögum eða ættingjum með ykkur og kynnið fyrir þeim þessa frábæru íþrótt.