Nýtt merki PDGA

Nýlega var kynnt nýtt merki PDGA – Professional Disc Golf Association sem eru þau samtök sem halda utan um skipulag frisbígolfs í heiminum s.s. reglur, mótahald, stigagjöf ofl.

Samkvæmt skýringum sem koma frá PDGA þá táknar nýja merkið nýtt upphaf og í því kemur fram útlit fljúgandi disks, sjóndeildarhringur jarðar, sólarupprás nýs dags og körfukeðjur sem tákna meðal annars tengingar frisbígolfssamfélagsins.

Hér má sjá nokkur af gömlu merkjum PDGA.