Frisbígolf um allt land!

Nú er rétti tíminn til að panta og undirbúa hönnun og uppsetningu á nýjum frisbígolfvelli fyrir sumarið. Nú eru komnir yfir 90 vellir um allt land og vinsældir frisbígolfsins halda áfram að aukast enda frábær íþrótt fyrir alla aldurshópa og góð hreyfing sem hægt er að stunda allt árið.

Hafðu strax samband við þitt sveitarfélag og hvettu þau til dáða, það er ekki seinna vænna en að fjárfesta í heilsunni og setja upp völl. Hafið endilega samband við okkur hjá ÍFS á folf@folf.is ef ykkur vantar aðstoð, ráðgjöf eða hönnun.

Frisbígolf – einfalt, ódýrt og alveg ótrúlega vinsælt!