Dagurinn lengist!

Nú erum við Íslendingar farin að finna fyrir aukinni birtu og lengri daga enda vorið handan við hornið. Við sjáum að flestir folfvellir eru mikið notaðir í vetur þó að snjór og hálka hafi gert mörgum lífið leitt enda auðvelt að spila íþróttina alla mánuði ársins og körfurnar grípa diskana vel svo fremi sem þær standi upp úr snjónum. Góður fatnaður og mannbroddar geta komið sér vel þessa dagana.