Nýr flottur folfvöllur á Hvammstanga

Í dag var opnaður skemmtilegur 9 körfu frisbígolfvöllur í Kirkjuhvammi á Hvammstanga en uppsetning hans var ein af hugmyndunum sem fram komu við vinnu starfshóps um íþrótta- og útivistarsvæðið í Hvamminum sem fram fór árið 2021. Völlurinn er staðsettur á mjög fallegu svæði og þeir sem hafa prófað eru í skýjunum með hvernig til hefur tekist.

Til viðbótar við körfurnar í Kirkjuhvammi verða settar upp tvær körfur á Bangsatúni. Þær körfur eru gjöf til sveitarfélagsins frá Húnaklúbbnum og eru forsvarsmönnum klúbbsins fræðar bestu þakkir fyrir. Ungmennaráð hefur verið Húnaklúbbnum innan handar með verkefnið og meðlimum ráðsins jafnframt færðar þakkir fyrir áhugann fyrir verkefninu.

Völlurinn er sá 94 í röðinni hér á landi og við hvetjum auðvitað alla til að prófa hann.