Frábær þátttaka í folfi á Landsmóti UMFÍ

Um helgina fer fram Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki og eins og undanfarin ár er keppt í frisbígolfi. Mikil þátttaka var en alls kepptu tæplega 90 krakkar á vellinum á Sauðárkróki og var þar með ein af fjölmennustu keppnisgreinunum á mótinu. Það er greinilegt að unga fólkið er að sækja sig í íþróttinni og verður gaman að sjá vöxtinn í framtíðinni.