Íslandsmót barna 2023

Fyrr í sumar fór fram Íslandsmót barna í frisbígolfi á völlunum í Grafarholti. Þrátt fyrir góða veðurspá þá helltist rigningin yfir keppendur sem létu það samt ekki á sig fá og kepptu af miklum áhuga. Gaman er að sjá hvað mikill áhugi er að vakna hjá yngsta aldurshópnum og það verður gaman að fylgjast með þeim á komandi árum.

Íslandsmeistarar 2023 voru:

15 ára og yngri – strákar – Ares Áki Guðbjartsson
12 ára og yngri – strákar – Steven Noviczski
12 ára og yngri – stelpur – Eydís Eyþórsdóttir
10 ára og yngri – strákar – Davíð Tindri Ingason
10 ára og yngri – stelpur – Sóldís Embla Davíðsdóttir
8 ára og yngri – strákar – Vilhjálmur Örn Sigurðsson
6 ára og yngri – strákar – Aron Einar Gunnarsson
6 ára og yngri – stelpur – Erna Lind Davíðsdóttir