Nýju vellirnir slá í gegn

hrisey

Mjög ánægjulegt er að sjá þann mikla fjölda fólks sem er að uppgvöta frisbígolf síðustu mánuði. Mikil aukning hefur orðið síðan við opnuðum nýju vellina þrá í Reykjavík þ.e. í Laugardal, í Fossvogsdal og í Breiðholti og greinilegt að almenningur tekur þessari viðbót við afþreyingu fagnandi. Gaman er að sjá fólk á öllum aldri spila folf og áberandi er að fjölskyldur eru byrjaðar að spila enda frisbígolf hentugt öllum aldurshópum. Fjölbreyttir teigar eru skemmtileg leið til að jafna út getumuninn. Við vonum að veðrið haldist gott langt fram á haust fyrir áhugasama spilara.