Íslandsmótið 2014

mot14 Helgina 5.-7. september nk. verður Íslandsmótið í frisbígolfi haldið og hefst á föstudeginum með Íslandsmóti í Texas Scramble sem er einskonar upphitun fyrir helgina. Tveir eru í liði og kasta báðir en betra kastið er látið gilda. Keppt verður í þetta sinn á þremur völlum, á föstudeginum verður keppt á Klambratúnsvelli sem og á sunnudeginum í C-, kvenna- og barnaflokki. Klambravöllur er orðinn heimavöllur margra spilara og því ákváðum við að halda hluta mótsins þar. Við vonumst til að sem flestir taki þátt enda mótið miðað við bæði byrjendur og vanari folfara. Nánari upplýsingar um mótið má sækja hér: folf íslandsmót 2014b.