Nýir frisbígolfvellir

Nú í sumar eru nokkrir nýir frisbígolfvellir að bætast við þá rúmlega 60 sem komnir eru og þar á meðal eru tveir 18 brauta og eru þá 18 brauta vellirnir orðnir 5 talsins.
Á síðustu vikum er búið að setja upp nýjan glæsilegan 18 brauta folfvöll í Reykjanesbæ (Njarðvíkurskógi), búið að stækka völlinn á Selfossi í 18 brautir (við tjaldsvæðið) og nýr völlur hefur verið settur upp í Hveragerði (keyrið götuna Dynskóga til enda). Einnig eru nýir vellir á Breiðsdalsvík og Borgarfirði eystri.
Við hvetjum auðvitað ykkur öll til að fara og prófa.