Blær Örn setur nýtt vallarmet í Gufunesi

Blær Örn Ásgeirsson heldur áfram að sýna hversu megnugur hann er þegar kemur að frisbígolfi en hann setti núna í júlí nýtt vallarmet á Gufunesvellinum þegar hann spilaði völlinn á 41 kasti eða 17 köstum undir pari. Það er gríðarlega vel gert og verður örugglega erfitt að bæta það met bráðlega. Við óskum Blæ til hamingju og greinilegt að hann er í góðu formi þessa dagana.