Það má með sanni segja að landinn hefur tekið frisbígolfið með trompi þetta sumarið en aldrei hafa fleiri stundað þetta skemmtilega sport en einmitt núna. Metsala er á diskum, töskum, körfum og öðrum búnaði sem sportinu fylgir og frábært að sjá þann fjölbreytta hóp sem er farinn að kasta diskum um allt land.
Við höfum stundum sagt að frisbígolf sé besta lýðheilsumál sem fyrir okkur hefur komið lengi og ótrúlega margir sem drífa sig út að kasta diskum í stað þess að hanga heima yfir samfélagsmiðlunum. Göngutúr með tilgangi er oft góð lýsing hjá mörgum.
Við hvetjum alla til að bjóða með vin eða vinnufélaga sem ekki hefur prófað og kynna fyrir þeim frisbígolf.