Er frisbígolfvöllur í þinni heimabyggð?

Nú þegar frisbígolfið er orðið eins vinsælt og raun er með þúsundum spilara og yfir 60 völlum um allt land og margir nýjir að bætast við þá er rétt að benda á hversu einfalt það er að setja upp frisbígolfvöll. Best er að senda erindi til bæjarfélagsins þar sem óskað er eftir að settur verði upp folfvöllur. Ástæðurnar eru auðvitað fjölmargar og hér eru þær helstu:

  • Ódýrt og einfalt er fyrir bæjarfélög að setja upp völl. Engar landslagsbreytingar.
  • Holl og góð hreyfing. Upplagt lýðheilsuverkefni.
  • Hentar öllum aldurshópum, allt frá börnum til ömmu og afa.
  • Kostar ekkert að spila á völlunum.
  • Búnaður er mjög ódýr, í byrjun nægir einn frisbígolfdiskur.
  • Hægt að spila í nánast öllum veðrum, allt árið um kring.
  • Hægt að stunda einn eða fara með vinahópnum.
  • Færir nýtt líf á svæði þar sem er t.d. skógrækt eða útivistarsvæði.
  • Viðhald á völlunum er mjög lítið.

Frisbígolfvöllur er frábær viðbót við þá afþreyingu sem fyrir er í sveitarfélaginu. Hafið endilega samband við okkur á folf@folf.is til að fá ráðleggingar eða svör við spurningum.