Álandseyjar veðja á frisbígolfið

Á myndinni eru ráðamenn Álandseyja og virðast mjög ánægðir með þetta verkefni.

Nú ætla Álandseyjar að taka af skarið og búa til einskonar paradís frisbígolfara með því að setja þar upp 16 velli í sumar. Verkefnið er samstarf ráðamanna á Álandseyjum og finnska fyrirtækisins Discmania með það í huga að laða að ferðamenn frá Svíþjóð og Finnlandi en Álandseyjar eru vinsæll ferðamannastaður þessara þjóða. Á Álandseyjum búa 30.000 manns og eru eyjarnar alls 6.700 þannig að ferðast þarf á báti til að geta spilað alla vellina. Möguleiki verður að spila alla vellina á einum sólarhring en frekar er ráðlegt að taka þrjá daga í þetta.

Hér má lesa meira um þetta áhugaverða verkefni.
https://www.discmania.net/blogs/discover/turning-aland-into-disc-golf-island?fbclid=IwAR3WWGiUe-R7v_7WIQfwOSlvDHt61dLOZeTQKlr9YDndO45oYtRYa8BlRcM