Ísland fær fyrst landa leyfi til keppnishalds eftir Covid

Í Covid-19 faraldrinum ákváðu PDGA, alþjóðasamtök frisbígolfsins, að leyfa ekki keppnishald á þeirra vegum en mikið af mótum hér á landi eru vottuð PDGA mót. Þetta var auðvitað gert til að draga úr smithættu um allan heim og stuðla ekki að hópsöfnun frisbígolfara með mögulegum smitum.
Nú var verið að tilkynna að fyrsta landið sem fær aftur rétt til mótahalds er Ísland og má það þakka góðum árangri Íslands í baráttu við Covid-19. Sækja þarf um leyfi fyrir hverju móti og þegar er búið að tryggja að Þriðjudagsdeildin og Reykjavík Open verða PDGA vottuð.
Áfram Ísland.