Frisbígolfið aldrei vinsælla

Síðustu tvær vikur hafa sannað það svo um getur að frisbígolfið er orðið gríðarlega vinsælt og hafa flestir frisbígolfvellir verið stútfullir af áhugasömum diskakösturum. Kostirnir eru auðvitað augljósir í þessum skemmtilega leik sem frisbígolfið er, ódýrt og einfalt og nýliðar eru fljótir að ná tökum á að kasta diskum. Auk þess fær fólk út úr þessu góða hreyfingu sem ekki hefur veitt af síðustu vikur.
Frá því að frisbígolfið var kynnt fyrst hér á landi þá hafa vinsældir þess vaxið með hverju ári og nú eru komnir yfir 60 sérhannaðir vellir um allt land og því auðvelt fyrir flesta að finna völl í nágrenninu. Nú í vor hafa aldrei fleiri spilað þessa frábæra íþrótt og má því með sanni segja að það hafi aldrei verið vinsælla en einmitt núna.