Nýir folfvellir í sumar

Áfram heldur frisbígolfvöllum að fjölga en 10 nýjir vellir verða settir upp í sumar til viðbótar við þá sem fyrir eru og er þá heildartala valla á landinu kominn upp í 92. Völlurinn á Flateyri fær líka upphalningu en hann hefur ekki verið spilhæfur í einhvern tíma. Auk þess eru tveir vellir sem stækkaðir eru úr 9 brautum í 18 og einn úr 6 í 9 brautir.

Þessir vellir eru:
1. Bakkafjörður (tilbúinn)
2. Skagaströnd (tilbúinn)
3. Djúpavogur (tilbúinn)
4. Kirkjubæjarklaustur (tilbúinn)
5. Sandgerði (júlí)
6. Flateyri – (júlí)
7. Súðavík (júlí)
8. Hofsós (júlí)
9. Kjalarnes (júlí)
10. Borgarnes (júlí)

Breytingar á völlum:
Grafarholtsvöllur úr 9 í 18 – tilbúinn
Úlfljótsvatnsvöllur úr 10-18 – tilbúinn
Eyrarbakki stækkun úr 6 í 9 – júlí