Íslandsmótið í frisbígolfi

Helgina 26.-28. ágúst nk. verður Íslandsmótið haldið og nú með breyttu fyrirkomulagi eins og kynnt var í vetur. Nú þurfa bestu folfarar landsins að vinna sér inn rétt til að keppa á mótinu og gildir þar aðallega árangur á Gullmótaröð Íslandsbikarsins sem er mótaröð sem haldin hefur verið í sumar.

68 bestu spilararnir úr Gullmótaröðinni í sumar vinna sér sæti auk þess sem fyrrum Íslandsmeistarar fá einnig sjálfkrafa sæti. Einhverjar breytingar geta orðið á hópnum t.d. ef einhverjir keppendur þiggja ekki sæti sitt en fær þá sá næsti í röðinni boð um keppa.

Keppt verður á tveimur völlum, Grafarholtsvelli á föstudegi og sunnudegi og á Gufunesvelli á laugardeginum.

Hér er hægt að sjá allar upplýsingar um mótið og lista yfir þá keppendur sem hafa unnið sér inn sæti: https://discgolfmetrix.com/2259817