Mikil fjölgun diska

Disc Golf 1

Undanfarin tvö ár hefur orðið mikil fjölgun í framleiðendum frisbídiska enda mikill vöxtur í íþróttinni um allan heim. Þau fyrirtæki sem hafa komið með nýja diska á markaðinn sl. tvö ár eru nú 27 en um helmingur þeirra voru stofnuð á síðustu 3 árum. Á síðasta ári komu 70 nýjir diskar á markaðinn sem samþykktir voru af PDGA en alls eru 686 ólíkir diskar í boði fyrir þá sem hafa áhuga á að eignast einn af hverjum. Fyrir tíu árum komu rétt um 25 nýjir diskar á ári. Á þessu ári bíða allir spenntir eftir nýjum diskum með tölvuflögum sem gefur möguleika á flugupplýsingum í símann svo ekki sé talað um leitarmöguleikana að týndum diskum.